Kallað eftir endurskoðun á lögum um gerðardóma

Sigríður Andressen með opnunarávarp.
Sigríður Andressen með opnunarávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagði tilefni til að endurskoða lög um samningsbundna gerðardóma í opnunarávarpi sínu á ráðstefnu um alþjóðlegan gerðardómsrétt í vikunni. „Ég veit til þess að það hafa komið ábendingar um þetta í ráðuneytið og ég er mjög áhugasöm um að skoða þær frekar og hefja vinnu á endurskoðun á þessum lögum,“ sagði Sigríður í samtali við Morgunblaðið.

Áætlað er að yfir 80% af öllum alþjóðlegum viðskiptasamningum geri ráð fyrir úrlausn ágreiningsmála fyrir gerðardómi en hér á landi er ekki algengt að leyst sé úr ágreiningsmálum fyrir gerðardómi. „Það er löng hefð fyrir gerðardómum á Íslandi en hún er ekki rík. Við höfum haft gerðardóma hér alveg frá seinni heimsstyrjöldinni.“ segir Sigríður.

Kallað hefur verið eftir breytingum á lögum um samningsbundna gerðardóma í þó nokkurn tíma af hálfu lögmanna sem hafa sérhæft sig í gerðardómsrétti. „Lagaumgjörð gerðarmeðferðar hérlendis hefur staðið í vegi fyrir því að Ísland sé álitlegur valkostur þegar kemur að því að ákveða hvar sæti alþjóðlegrar gerðarmeðferðar skuli vera,“ segir Garðar Víðir Gunnarsson, hdl., eigandi á LEX lögmannsstofu og einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK