Facebook gefur auglýsendum skakka mynd

Facebook segir að tölur um földa notenda eigi ekki að …
Facebook segir að tölur um földa notenda eigi ekki að endurspegla opinberar tölur um mannfjölda. AFP

Samfélagsmiðillinn Facebook er kominn í kastljósið fyrir að láta líta út fyrir að notendur séu fleiri en þeir eru í raun. Það getur orðið til þess að auglýsendur ofmeti markhópinn sem unnt er að ná til. 

Fyrirtækjum sem auglýsa á Facebook fyrir breska markaðinn er sagt að þau geti náð til allt að 7,8 milljóna manna á aldrinum 18 til 24 ára að því er kemur fram í frétt Market Week. Hins vegar sýna opinberar tölur að þessi hópur sé aðeins 5,8 milljónir að stærð. Eins er auglýsendum sagt að hægt sé að ná til allt að 41 milljón manns í þessu aldursbili í Bandaríkjunum en aðeins 31 milljón fellur undir skilyrðin.

Fjölmiðillinn AdNews skoðaði 12 lönd í þessu samhengi og komst að því að í 9 þeirra var misræmi upp á samtals 42 milljónir manna á aldursbilinu 20 til 29 ára. 

Talsmaður Facebook segir að rekja megið misræmið til ólíkra aðferðafræða. Tölurnar sem Facebook sýni eigi ekki að endurspegla opinberar tölur um mannfjölda heldur fjölda fólks á tilteknu svæði sem gætu séð auglýsingarnar. 

Facebook byggir verðlagningu á auglýsingum ekki á „mögulegu umfangi“ og heldur því fram að skekkjan hafi ekki of mikil áhrif á auglýsendur. Hins vegar getur misræmið gefið auglýsendum skakka mynd af markhópi þeirra og því hversu gagnlegt er að ná til hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK