Stefnir í 8,8 milljónir farþega í ár

Farþegar á ferð á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar á ferð á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Þórður Arnar

Isavia áætlar að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á þessu ári verði um 8,8 milljónir, sem yrði um 28 prósenta aukning frá því á síðasta ári. Isavia segir að skipting farþega sé í samræmi við spár. Um þriðjungur farþega flugvallarins er tengifarþegar en aðrir farþegar skiptast í komu- og brottfararfarþega.

Það sem af er þessu ári hafa tæpar sex milljónir farið um flugvöllinn en það er 32,4 prósentum meira en á sama tíma á síðasta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 32,4 prósent fyrstu átta mánuði þessa árs frá sama tíma í fyrra en alls fór 5.954.761 farþegi um flugvöllinn frá byrjun janúar til loka ágúst, samkvæmt upplýsingum Isavia.

Annasamasti tími ársins á Keflavíkurflugvelli er sumarmánuðirnir, frá júní og út ágúst, og er engin undantekning frá því í ár að sögn Isavia. Í fyrsta sinn í sögunni fór yfir ein milljón farþega um flugvöllinn á einum mánuði og gerðist það í júlí og aftur í ágúst. Í júlímánuði fóru 1.099.963 farþegar um Keflavíkurflugvöll og 1.081.409 í ágúst. Stærsti dagur sumarsins var 6. ágúst þegar 40.147 farþegar fóru um flugvöllinn, en það eru 19% fleiri farþegar en á stærsta deginum í fyrrasumar.

Í vetur er gert ráð fyrir enn frekari fjölgun en Isavia segir að á tímabilinu nóvember til og með mars á næsta ári fjölgi sætum í boði um 830 þúsund. Heildarframboð flugsæta í vetur til og frá Íslandi verður því 3,8 milljónir og alls munu 15 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli til 69 áfangastaða.

Sætum fjölgar í vetur

Í vetraráætlun Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll, sem er orðin opinber, er gert ráð fyrir um 830 þúsund aukasætum í boði frá sama tímabili í fyrra, eða um 27% aukningu. Vetrartímabilið nær frá nóvember á þessu ári til mars 2018. Heildarframboð flugsæta verður því um 3,8 milljónir í vetur en var um þrjár milljónir síðastliðinn vetur. Alls verða 15 flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur til 69 áfangastaða.

Nýtt verklag léttir álag

Þrátt fyrir gífurlegan fjölda hefur umferð um flugvöllinn gengið vel í sumar samkvæmt upplýsingum Isavia en þar hafa m.a. afkastaaukandi framkvæmdir skilað sér auk þess sem Isavia ákvað í samráði við Icelandair, Primera og Wow air að bjóða upp á innritun frá 12 á miðnætti fyrir þá sem áttu bókað morgunflug. Nokkur fjöldi farþega nýtti sér þessa auknu þjónustu sem skilaði dreifðu álagi í innritun og öryggisleit.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK