Minnsta atvinnuleysið er á Íslandi

Atvinnuleysi er minnst á Íslandi af OECD-löndunum.
Atvinnuleysi er minnst á Íslandi af OECD-löndunum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Atvinnuleysi í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar mælist nú minnst á Íslandi, 2%, samkvæmt nýbirtum tölum. Tvö önnur ríki voru með undir 3% atvinnuleysi í júlí, Tékkland (2,9%) og Japan (2,8%).

Alls 35 ríki eiga aðild að OECD. Samkvæmt tölum stofnunarinnar var atvinnuleysið í þessum ríkjum að meðaltali 5,8% í júlí. Þá var atvinnuleysið að meðaltali 7,7% í ríkjum Evrópusambandsins og 9,1% að meðaltali á evrusvæðinu.

Sé Ísland borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir kemur í ljós að atvinnuleysið hér er töluvert minna. Þannig var 5,7% atvinnuleysi í Danmörku í júní og 4,3% atvinnuleysi í Noregi. Atvinnuleysið í Finnlandi var 8,8% í júlí og 7,1% í Svíþjóð, að því er fram kemur fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK