Styrkja samstarf Norðurlandanna í samkeppnismálum

Samningur um samstarf Norðurlandanna í samkeppnismálum var undirritaður í gær
Samningur um samstarf Norðurlandanna í samkeppnismálum var undirritaður í gær mbl.is/Ómar Óskarsson

Forstjórar samkeppniseftirlitanna á Norðurlöndum undirrituðu í dag samning um samvinnu eftirlitanna í samkeppnismálum. Um er að ræða útvíkkun og styrkingu á fyrri samningi eftirlitanna frá árinu 2003. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.

Nýjum samningi er ætlað að tryggja skilvirka framkvæma samkeppnislöggjafar í hverju ríki fyrir sig en hið aukna samstarf felst fyrst og fremst í gagnkvæmri aðstoð við upplýsingaöflun og vettvangsrannsóknir, en samkeppniseftirlit hvers samningsaðila getur óskað eftir upplýsingum eða framkvæmt vettvangsrannsóknir fyrir hönd og á vegum samkeppnisyfirvalda annars samningsaðila. 

Hvert norrænu samkeppniseftirlitanna skuldbindur sig til samstarfsins að því marki sem samkeppnislög í viðkomandi landi heimila en hér á landi þarf að gera tilteknar breytingar á samkeppnislögum til að samningurinn taki að fullu gildi. 

Í tilkynningunni er haft eftir Páli Gunnari Pálssyni, forstjóra samkeppniseftirlitsins að samkeppniseftirlitið sé virkur þátttakandi í samstarfi samkeppniseftirlita á norrænum, evrópskum og alþjóðlegum vettvangi og að með þátttöku eftirlitsins sé stuðlað að því að beiting íslensks samkeppnisréttar standist samanburð við það sem best gerist annars staðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK