Tekjuafkoma ríkisins jákvæð um 12,9 milljarða á 2. ársfjórðungi

Óvissa er í uppgjöri fjármála hins opinbera vegna breytinga á …
Óvissa er í uppgjöri fjármála hins opinbera vegna breytinga á gagnaskilum í tengslum við innleiðingu laga um opinber fjármál Þórður Arnar Þórðarson

Tekjuafkoma hins opinbera á 2. ársfjórðungi ársins var jákvæð um 12,9 milljarða króna samkvæmt Hagstofu Íslands. Tekjuafgangurinn nam 2.1% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 4,8% af tekjum hins opinbera. Til samanburðar nam tekjuafgangurinn 2,2% af landsframleiðslu ársfjórðungsins á sama tíma árið 2016.

Til samanburðar nam tekjuafgangurinn 2,2.% af landsframleiðslu ársfjórðungsins á sama tíma í fyrra. Fyrstu 6 mánuði ársins nam afkoman 35 milljörðum króna eða sem nemur 6,5% af tekjum tímabilsins. 

Vegna breytinga á gagnaskilum sem átt hafa sér stað í tengslum við innleiðingu laga um opinber fjármál er óvissa í uppgjöri hins opinbera nú meiri en undir venjulegum kringumstæðum. Niðurstöður um fjármál hins opinbera á 2. ársfjórðungi eru því settar fram með fyrirvara um bretingar sem kunna að verða vegna fyllri upplýsinga. 

Sjá frétt mbl.is: Viðsnúningur í tekjuafkomu ríkisins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK