Allt rautt við lokun markaða

Gengi allra hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag.
Gengi allra hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag. Ásdís Ásgeirsdóttir

Miklar hreyfingar hafa átt sér stað í Kauphöll Íslands í dag og gengi allra hlutabréfa hefur lækkað í kjölfar þess að ríkisstjórnin féll í morgun og talsverðar sveiflur hafa verið í gengi hlutabréfa en mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel, fyrir 1.056 miljónir króna. Þar á eftir koma Reitir en velta með hlutabréf fasteignafélagsins nam rúmlega 495 milljónum. Veltan með hlutabréf Eika, Eimskipafélags Íslands og Icelandair Group var einnig yfir 400 milljónum. Heildarviðskipti við lokun markað nam tæplega 5,3 milljörðum 

Talsverðar sveiflur voru í genginu en í lok dags hafði Eik fasteignafélag lækkað mest, um 5,07%, þar til rétt fyrir lokun markaða höfðu Hagar hækkað svipað mikið en gengið hækkaði undir lokun markað og nam lækkunin 3,38%. HB Grandi, N1, Icelandair og Síminn lækkuðu öll um meira en 3%. Gengi Nýherja lækkaði minnst, um 0,35% en næst minnst lækkuðu hlutabréf í Sjóvá, um 1,82%. 

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,92% og stóð í 1.659,23 við lokun markaða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK