Mjólkursamsalan fær lóð á Hólmsheiði

mbl.is/Helgi Bjarnason

Borgarráð hefur samþykkt að veita Mjólkursamsölunni vilyrði fyrir 40 þúsund fermetra lóð á Hólmsheiði við Suðurlandsveg. Þarna hyggst fyrirtækið reisa 11.000 fermetra byggingu fyrir birgðahald, vörudreifingu og skrifstofur.

Fram kemur í bréfi sem skrifstofa eigna og atvinnuþróunar ritaði borgarráði að Mjólkursamsalan hafi óskað eftir því að fá þessa lóð úthlutaða. Fyrirtækið starfi nú í 15 þúsund fermetra leiguhúsnæði á Bitruhálsi 1, sem stendur á 65 þúsund fermetra lóð. Vegna breytinga á starfsemi Mjólkursamsölunnar sé lauslega áætlað að húsnæðisþörf fyrirtækisins sé um 11.000 fermetrar.

Staðsetning lóðar á Hólmsheiði verði nánar ákveðin í deiliskipulagi. Mjólkursamsalan geti óskað eftir úthlutun lóðar þegar deiliskipulagið hafi tekið gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK