Olíusjóðurinn orðinn billjón dala virði

Olíuborpallur.
Olíuborpallur.

Verðmæti norska olíusjóðsins hefur náð einni billjón Bandaríkjadala sem nemur 106 billjónum íslenskra króna. Það jafngildir 20 milljónum króna á hvern Norðmann.   

Áfanganum var náð eftir gengishækkanir helstu mynta heimsins gagnvart Bandaríkjadal og vegna batnandi ástands á hlutabréfamörkuðum. 

Sjóðnum var komið á fót á tí­unda ára­tugn­um og er ætlað að fjár­magna framtíðarþarf­ir vel­ferðarrík­is­ins með því að ávaxta það fé sem olíu­vinnsla hef­ur aflað rík­inu. 

Aðallega er fjárfest í hlutabréfum sem nema 65,1% af sjóðnum en einnig skuldabréfum og fasteignum. Sjóðurinn á hlut í nær 9.000 fyrirtækjum og nema eignir hans um 1,3% af heimsmarkaðsvirði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK