Toys 'R' Us óskar eftir greiðslustöðvun

Toys 'R' Us á Times Square í New York. Myndin …
Toys 'R' Us á Times Square í New York. Myndin er tekin á aðfangadag. AFP

Bandaríska leikfangakeðjan Toys 'R' Us hefur óskað eftir greiðslustöðvun (Chapter 11). Greint er frá þessu í Wall Street Journal en fyrirtækið er mjög skuldsett. Aukin viðskipti á netinu hafa reynst leikfangakeðjunni dýrkeypt því mjög hefur dregið úr sölu í verslunum keðjunnar.

Unnið er að endurskipulagningu rekstrar og meðal aðgerða sem gripið verður til er að loka verslunum sem ekki hafa skilað nægjanlega góðum árangri, að sögn heimilda WSJ.

Jafnframt verður áherslum í þeim verslunum sem verða áfram reknar breytt þannig að þær byggi meira á upplifun þeirra sem þangað koma, til að mynda með leiksvæðum inni í búðunum o.fl.

Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að flestar verslanir þess verði reknar áfram næstu vikurnar eða fram yfir jól og lánsfé nýtt í að kaupa inn vörur fyrir hátíðarnar. 

Toys 'R' Us.
Toys 'R' Us.
Toys 'R' Us
Toys 'R' Us AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK