Engar verðlækkanir í augsýn

Afar ólíklegt er að fasteignaverð haldi áfram að hækka jafn hratt og það hefur gert að undanförnu en einnig er ólíklegt að verðið lækki. Þetta er meðal þess sem kom fram á hádegisfundi Íbúðalánasjóðs um fasteignamarkaðinn. 

Raunverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið hærra en það er 53% hærra en það var í janúar 2012. 

Fyrst fjallaði Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur í hagdeild sjóðsins, um hvort kólnun sé á fasteignamarkaðnum. Í erindinu benti Ólafur Heiðar á að 12 mánaða taktur fasteignaverð bendi til þess að dregið hafi úr hækkunum. Í maí var 12 mánaða hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu 24% en í ágúst var hún komin niður í 19%. 

„Fasteignaverð hefur hækkað hratt að undanförnu, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og jarðarsvæðum þess. Það er ólíklegt að sú öra hækkun haldi áfram en það er jafnframt mjög ólíklegt að fasteignaverð lækki,“ segir Ólafur Heiðar í samtali við mbl.is. 

Vextir íbúðalána hafa lækkað og byrði vaxtakostnaðar er svipuð og hún var í janúar 2012. Þá nefndi Ólafur Heiðar að væntur fjármagnskostnaður heimila hafi ekki verið lægri í áratugi en það getur leidd til þess að heimili taki hærri lán með hærri veðsetningu.

Fram kom að enn sé svigrúm fyrir hærra veðsetningahlutfall þar sem þakinu, sem reglur Fjármálaeftirlitsins kveða á um, sé ekki náð. Meðalveðsetningarhlutfall nýrra fasteignalána hjá viðskiptabönkunum var rúmlega 70% á fyrsta ársfjórðungi en FME hefur sett þakið við 85-90%.

Mikil óvissa um framboð

Ólafur Heiðar segir að meðal þeirra þátta sem hafi drifið áfram verðhækkanir undanfarið séu framboðsskortur, lækkandi vextir á íbúðarlánum og vaxandi kaupmáttur heimilanna. Líklegt sé að framboðsskorturinn muni lagast á næstu árum en það sé háð óvissu um hraða uppbyggingar og mannfjölgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK