Stöðva viðskipti vegna orðróms um yfirtöku

Fulltrúar HTC hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn.
Fulltrúar HTC hafa ekki viljað tjá sig um orðróminn. AFP

Taívanski hlutabréfamarkaðurinn hefur stöðvað viðskipti með bréf í raftækjafyrirtækinu HTC vegna orðróms um yfirtöku af hálfu Alphabet, móðurfélags Google. 

Í stuttri tilkynningu frá HTC segir að fyrirtækið vilji ekki gefa neitt út um orðróma og vangaveltur á markaði. Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Í síðasta mánuði fór sá orðrómur af stað að HTC ætlaði að selja þann hluta fyrirtækisins sem þróar sýndarveruleikatæknina Vive, og jafnvel allt fyrirtækið í heild sinni. HTC var eitt sinn stórt á snjallsímamarkaðinum en hefur upp á síðkastið átt erfitt uppdráttar í samkeppni við Apple og Samsung. Fyrir fimm árum var HTC fjórði stærsti framleiðandi snjallsíma með 9% markaðshlutdeild en nú nemur hún minna en 1%. 

Árið 2011 keypti Alphabet, sem þá hét Google, Mobility af Motorola fyrir 12,5 milljarða Bandaríkjadala en seldi það þremur árum síðar.

Samkomulag við HTC gæti verið fyrirtækinu hagstæðara þar sem HTC smíðar vélbúnaðinn fyrir snjallsíma Alphabet sem nefnast Pixel. Alphabet hannar hugbúnaðinn Android sem er settur í Pixel og gæti því verið að horfa til samlegðaráhrifa í framleiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK