WOW air býður upp á hádegisflug

Frá og með vorinu verður boðið upp á brottfarir meðal …
Frá og með vorinu verður boðið upp á brottfarir meðal annars til Amsterdam, Dublin, París og Kaupmannahafnar klukkan 12 á hádegi. Ljósmynd/WOW air

Flugfélagið WOW air hefur ákveðið að nýta dauða tímann sem myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í hádeginu með því að hefja daglegar áætlunarferðir til nokkurra borga í Evrópu í vor, en Túristi.is greinir frá því að í allt sumar hafi raunin verið sú að engar brottfarir hafi verið á dagskrá flugvallarins á milli klukkan 11.30 og 12.45 á daginn.

Frá og með vorinu verður boðið upp á brottfarir meðal annars til Amsterdam, Dublin, París og Kaupmannahafnar klukkan 12 á hádegi. Þoturnar koma svo til baka um kvöldmatarleytið, eða nógu tímanlega fyrir nýtt áætlunarflug flugfélagsins til Bandarísku borganna Cincinnati, Cleveland, Dallas og Detroit, en brottfarirnar til þessara áfangastaða verða á dagskrá á milli 21 og 21.30 á kvöldin. Hingað til hafa einu farþegarnir í Leifsstöð á þeim tíma verið þeir sem eru á leið til Austur-Evrópu með flugfélaginu Wizz Air.

Túristi.is hafði áður greint frá því að í tilraun sinni til að dreifa álaginu á Keflavíkurflugvelli bjóði forsvarsmenn Isavia flugfélögum afslætti af farþegagjöldum í tengslum við flug í kring um hádegi og kvöldmat, en afslátturinn nemur fimm evrum á hvern farþega, eða fjórðungi af farþegagjöldum flugvallarins.

Í samtali við Túristi.is segir upplýsingafulltrúi WOW air, Svanhvít Friðriksdóttir, að líklegt sé að félagið bæti við sig fleiri ferðum á þessum tímum dags, bæði til nýrra og núverandi áfangastaða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK