Aldrei betri skil ársreikninga

Hnappurinn, auglýsingar og breytt refsiákvæði stuðla að betri skilum.
Hnappurinn, auglýsingar og breytt refsiákvæði stuðla að betri skilum. mbl.is/Golli

Um 70% félaga í skilaskyldu höfðu skilað ársreikningum í gær. Að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra var búist við miklum skilum í gær og næstu daga og er útlit fyrir að ársreikningar hafi aldrei skilað sér betur.

Í ár eru rúmlega 38 þúsund félög í skilaskyldu og hefur þeim fjölgað um rúm 6% á milli ára.

Lokafrestur til að skila ársreikningum rann út í gær en undanfarin ár hefur verið aukning í skilum verið veruleg. „Aukningin hefur verið jöfn og þétt síðastliðin sex til sjö ár og þetta hefur lagast á hverju ári. Í ár sýnist okkur þetta vera að fara fram úr björtustu vonum,“ segir Skúli Eggert. Á sama tíma í fyrra höfðu 48,4% félaga skilað ársreikningum fyrir lokafrest og árið 2013 var hlutfallið 39,7%.

Að sögn Skúla eru nokkrar samverkandi ástæður fyrir því að skil á ársreikningum hafi aukist jafn mikið og raun ber vitni. „Í fyrsta lagi hefur embættið fundað mikið með endurskoðendum og öðrum fagaðilum um nauðsyn þess að senda ársreikninga fyrr til opinberrar birtingar. Í öðru lagi eru skilin orðin mun einfaldari fyrir smáfélög en þau voru áður vegna tilkomu Hnappsins sem útbýr ársreikning sjálfvirkt á grundvelli skattframtals. Nú þarf raunverulega bara að gefa eina skipun til að útbúa ársreikning. Í þriðja lagi höfum við verið duglegir að auglýsa lokafrestinn og í fjórða lagi er búið að breyta refsiákvæðum þannig að hægt verður að grípa fyrr inn í og sekta fyrirtæki sem ekki skila ársreikningi innan frestsins. Við komum til með að byrja að sekta fyrir vanskil í næstu viku en áður tók þetta lengri tíma. Það verður þó veittur allt að 90% afsláttur af sektum eftir því hversu tímanleg skilin eru,“ segir Skúli Eggert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK