Fara fram á hluthafafund í Pressunni

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Meirihlutaeigendur í Pressunni hafa óskað eftir hluthafafundi þar sem farið verði yfir stöðu félagsins eftir að allir helstu fjölmiðlar þess voru seldir. Að auki vilja þeir að ný stjórn verði kosin.

Þar með myndi stjórnin á félaginu fara úr höndum þeirra sem seldu fjölmiðlana, daginn áður en taka átti fyrir beiðni um gjaldþrot félagsins, í hendur meirihlutaeigenda. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Eignarhaldsfélagið Dalurinn á 68 prósenta hlut í Pressunni. Félagið lagði Pressunni til fé í formi lána meðan unnið var að hlutafjáraukningu fyrirtækisins fyrr á þessu ári. Alls um 150 milljónir samkvæmt upplýsingum fréttastofu RÚV.

Ekkert varð af hlutafjáraukningunni þegar í ljós kom að staða Pressunnar og tengdra fyrirtækja var mun verri en fjárfestar höfðu ætlað í upphafi. Síðsumars var lánunum breytt í hlutafé og þá lentu fyrri aðaleigendur í minnihluta. 

Í bréfi sem eigendur Eignarhaldsfélagsins Dalsins sendu Birni Inga Hrafnssyni, stjórnarformanni Pressunnar, á dögunum er óskað eftir hluthafafundi til að ræða nokkur mál. Tvö snúa að sölunni á fjölmiðlunum, skömmu eftir að Dalurinn eignaðist meirihluta í Pressunni en áður en orðið varð við beiðni hans um hluthafafund.

Meirihlutaeigendurnir vilja fá upplýsingar um það hvernig kaupverðinu sem fékkst fyrir fjölmiðlana hefur verið og verður ráðstafað. Þeir vilja líka fá umræðu á fundinum um fjárhagslega stöðu Pressunnar.

Að lokum kalla meirihlutaeigendurnir eftir stjórnarkjöri. Eigendur Eignarhaldsfélagsins Dalsins óska eftir því að hluthafafundur verði boðaður innan tveggja vikna frá því bréfið er dagsett, síðastliðinn þriðjudag. Þeir segjast áður hafa kallað eftir hluthafafundi án þess að við því hafi orðið, en að í millitíðinni hafi helstu eignir verið seldar út úr félaginu.

Dalurinn er í eigu Ró­berts Wess­mann, Árna Harðar­son­ar, Hilm­ars Þórs Krist­ins­son­ar, Hall­dórs Krist­manns­son­ar og Jó­hanns G. Jó­hanns­son­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK