Hefja samstarf undir forstöðu Sjafnar

Sjöfn Sigurgísladóttir.
Sjöfn Sigurgísladóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Fyrirtækin SagaMedica og KeyNatura hafa hafið formlegt samstarf sín á milli en Sjöfn Sigurgísladóttir, fyrrverandi forstjóri Matis ohf., veitir báðum fyrirtækjum forstöðu. 

Sjöfn er með doktorspróf í matvælafræði. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Ocean Ecopark hjá Bluerise AG í Hollandi, forstjóri Matís ohf, Matorku ehf og sem forstöðumaður matvælasviðs Hollustuverndar ríkisins.

Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að ávinningur samstarfsins felist í samnýtingu á þverfaglegri þekkingu á sviði rannsókna, framleiðslu og sóknarfærum á innlendum og erlenda markaði. Markmiðið sé jafnframt að ýta enn frekar undir nýsköpun með samþættum vinnuferlum og nútímalegri framleiðslutækni. 

KeyNatura er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í ræktun þörunga fyrir fæðubótar- og lyfjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2014 og framleiðir efnið Astaxanthin, sem er náttúrulegt andoxunarefni framleitt úr þörungum. 

Rekstur SagaMedica felst einkum í nýtingu íslensku hvannarinnar í fæðubótarefni. Fyrirtækið selur nú þegar vörur sínar í Norður-Ameríku, Kanada, Nýja-Sjálandi, Finnlandi og Svíþjóð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK