Norrænt fyrirtækjasetur opnað í New York

Norræna fyrirtækjasetrið var opnað við hátíðlega athöfn í gær.
Norræna fyrirtækjasetrið var opnað við hátíðlega athöfn í gær. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra opnaði fyrir hönd Íslands Norræna fyrirtækjasetrið, eða Nordic Innovation House-New York, við hátíðlega athöfn í New York-borg í gær.

Setrið er ætlað smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem sækja á Bandaríkjamarkað og geta þau fengið þar aðstöðu, ráðgjöf og staðbundið tengslanet. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að fyrirtækjasetrið sé samstarfsverkefni Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands, með stuðningi Nordic Innovation og norrænu ráðherranefndarinnar.

„Hér er utanríkisþjónustan að sinna því hlutverki sem ég hef lagt megináherslu á – viðskiptasókn og þjónustu við atvinnulífið – sem er einmitt kjarni þeirrar framtíðarsýnar sem birtist í nýrri skýrslu um utanríkisþjónustuna,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Með þessu sé verið að opna dyr fyrir smærri og meðalstór fyrirtæki að spennandi mörkuðum.  

Verkefnið, fyrir hönd Íslands, er sett upp og leitt af aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í góðu samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð, Íslandsstofu og Norðurlöndin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK