Fresta sölu í Arion vegna stjórnarslita

Paul Copley, forstjóri Kaupþings
Paul Copley, forstjóri Kaupþings mbl.is/Hanna

Engin ákvörðun er varðar útboð á hlutafé í Arion banka verður tekin þangað til að alþingiskosningar eru afstaðnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi. 

Paul Copley, forstjóri Kaupþings, segir að undirbúningur vegna sölu á hlut Kaupþings í Arion banka sé í gangi og að einn af valkostunum sé útboð. 

„Vegna þess að boðað hefur verið til alþingiskosninga munum við ekki taka ákvörðun um hvort ráðist verði í hlutafjárútboð fyrr en ný ríkisstjórn hefur verið mynduð,“ segir Copley. „Það þýðir að mjög ólíklegt sé, en ekki ómögulegt, að ákvörðun verði tekin þannig að útboðið geti átt sér stað á þessu ári.“

Greint hefur verið frá því að til skoðunar sé í tengsl­um við frek­ari sölu á hlut­um Kaupþings í Ari­on banka að halda al­mennt hluta­fjárút­boð og skrá hluta­bréf­in í kaup­höll hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK