Segja tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum United Silicon

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

Landsvirkjun segir að alla jafna sé fyrirtækið í viðræðum við marga aðila sem hafi áhuga á að kaupa rafmagn og því séu engar áhyggjur af því að geta ekki ráðstafað orkunni sem sé seld til United Silicon, fari allt á versta veg. Þá séu tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum frá United Silicon. 

Þetta kemur fram í svari Landsvirkjunar við fyrirspurnum frá mbl.is. Í svarinu segir að almennt séu trúnaðarákvæði í rafmagnssamningum. Það eigi við um rafmagnssamninginn við United Silicon sem og rafmagnssamninginn við Thorsil. 

Frétt mbl.is: United Silicon fær greiðslustöðvun í þrjá mánuði
Frétt mbl.is: Þurftu að vinna fjármögnun upp á nýtt

United Silicon hefur fengið greiðslustöðvun í þrjá mánuði og er nú unnið að því að endurskipuleggja reksturinn. Undirritaður var samningur við Landsvirkun árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir 35 MW af afli.

Þá hefur þurft að fresta uppbyggingu kísilverksmiðju Thorsil í Helgu­vík. Í byrj­un var lagt upp með að hefja fram­leiðslu 2018 en málsmeðferð í stjórn­sýsl­unni vegna tveggja kæra frestaði áformun­um. Gangi allt upp gætu fram­kvæmd­ir haf­ist að ári og fram­leiðsla árið 2020. 

Fyrirspurn mbl.is sneri að því hversu mikið væri í húfi fyrir Landsvirkjun vegna verksmiðjanna tveggja og hvernig orkunni yrði ráðstafað, fari allt á versta veg. Í svarinu segir að Lansdvirkjun hafi tryggar ábyrgðir og að eftirspurnin sé næg. 

„Varðandi United Silicon þá er í gildi rafmagnssamningur milli Landsvirkjunar og kísilversins og hefur Landsvirkjun tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum frá United Silicon enn sem komið er.

Landsvirkjun er alla jafnan í viðræðum við marga aðila sem hafa áhuga á að kaupa rafmagn af fyrirtækinu. Mikil eftirspurn er eftir rafmagni frá Landsvirkjun og við höfum því ekki áhyggjur af því að geta ekki selt orku í framtíðinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK