Telja áhættu stafa af neytendalánum

Englandsbanki.
Englandsbanki. AFP

Englandsbanki hefur varað við því að breskir bankar geti tapað allt að 30 milljörðum punda, sem jafngilda 4.387 milljörðum íslenskra króna, vegna vanskila á neytendalánum. 

Breski fréttamiðillinn The Telegraph greinir frá tilkynningu Englandsbanka þar sem fram kemur að breskir bankar geti lent í kröggum vegna vaxandi neytendalána í Bretlandi, sem nú nema samtals 200 milljörðum punda, fari hagkerfið í niðursveiflu. 

Telur bankinn að lánveitendur þurfi að skoða undirliggjandi gæði neytendalána en ekki einungis byggja mat sitt á vanskilahlutfallinu eins og það er í dag. Þannig geti lánveitendur vanmetið áhættuna sem stafi af niðursveiflu í hagkerfinu. 

Í kjölfar tilkynningarinnar lækkuðu hlutabréfaverð stærstu banka Bretlands en Lloyds Banking Group og Barclays höfðu lækkað um meira en 1% fyrir hádegi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK