Overcast í útrás til Noregs

Overcast-teymið.
Overcast-teymið. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Overcast Software hefur náð samningum við SMFB Engine í Noregi um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins við utanumhald auglýsingaherferða.

Í tilkynningu frá Overcast Software segir að SMFB Engine sé ein stærsta stafræna auglýsingastofa í Noregi og sé hluti af SMFB sem er ein stærsta auglýsingastofa landsins. Hugbúnaðinn Airdate mun SMFB Engine nota við skipulag stórra auglýsingaherferða þar sem birt er þvert á miðla með mörg mismunandi vörumerki fyrir viðskiptavini á borð við IKEA, Diadora og Freia.

Overcast Software er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem stofnað 2014 og hefur þróað lausnir fyrir íslenska auglýsingamarkaðinn. Stærstur hluti íslenskra auglýsingastofa og birtingahúsa auk markaðsdeilda stærri fyrirtækja nota hugbúnað frá Overcast að því er kemur fram í tilkynningunni.

Þá er haft eftir Kjartani Sverrissyni framkvæmdastjóra að samningarnir staðfesti að vöntun sé á hugbúnaði á borð við Airdate á stærri mörkuðum. Þetta sé fyrsta skrefið í áttina að frekari útbreiðslu Airdate á Norðurlandamarkaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK