Skorar á stjórnvöld að lækka tryggingagjaldið

FRV vill lægra tryggingagjald.
FRV vill lægra tryggingagjald. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, skorar á stjórnvöld að lækka tryggingagjaldið. Stjórnin „lýsir yfir miklum vonbrigðum með að enn er tryggingagjald hér á landi of hátt og ekkert bólar á áformum um að lækka það þrátt fyrir að atvinnuleysið hafi nær horfið.“ Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Stjórnin segir jafnframt  að „gríðarleg vonbrigði að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 skuli ekki sjá stað samkomulag stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins um lækkun tryggingagjalds í áföngum sem gert var í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum markaði í byrjun árs 2016.“ Umrætt samkomulag fól í sér lækkun tryggingagjalds um 0,5% á árinu 2016 og 0,5% á árinu 2017 en ekkert varð af.

Tryggingagjald er lagt á launakostnað fyrirtækja og samanstendur af almennu tryggingagjaldi og atvinnuleysistryggingagjaldi. Í heild sinni er gjaldið 6,85% af öllum launagreiðslum í landinu. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækjum þar sem kostnaður einskorðast  fyrst og fremst við laun og launatengd gjöld eins og hjá verkfræðistofum og öðrum tæknifyrirtækjum. Hátt tryggingagjald dregur úr afli fyrirtækja til að ráða til sín fleiri starfsmenn og veikir einnig samkeppnishæfni þeirra við erlend fyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK