Einstök þversögn í ferðaþjónustu á Íslandi

Það rignir á túristana í Vonarstrætinu.
Það rignir á túristana í Vonarstrætinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ísland sker sig frá öðrum þjóð hvað varðar samband gengisbreytinga og fjölda ferðamanna en greining hagfræðideildar Landsbankans á 39 ríkjum sýnir að Ísland er eina landið þar sem marktæk jákvæð fylgni hefur verið milli gengisstyrkingar og fjölgunar ferðamanna á liðnu ári. 

Þetta var meðal þess sem kom fram á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans sem fór fram í Hörpu í gær. Fjallað var um þá þversögn að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað hratt á sama tíma og íslenska krónan hafi styrkst og verð í ferðaþjónustu hafi hækkað verulega í krónum talið. Enn einkennilegra er a ferðamönnum hefur fjölgað hlutfallslega hraðar með hverju ári. 

Greining hagfræðideildar á 39 ríkjum sýndi að Ísland er eina landið þar sem tölfræðilega marktæk jákvæð fylgni hefur verið milli raungengisstyrkingar og fjölgunar ferðamanna að ári liðnu. Þykir sú staðreynd bera merki þess að fjölgun ferðamanna hér á landi sé ekki jafn næm fyrir gengisbreytingum og í öðrum löndum. 

Þá skoðaði hagfræðideildin tímabilið 2012-2016 og kom í ljós að styrking krónunnar hefði komið misvel við pyngju ferðamanna. Bandaríkjamenn hefði fundið tiltölulega lítið fyrir styrkingunni þar sem krónan hækkaði aðeins um 8% gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar hefði gengið hækkað um meira en 40% gagnvart norsku og sænsku krónunni. 

Misháar gengisbreytingar endurspeglast í fjöldatölum en á tímabilinu fjölgaði ferðamönnum frá Bandaríkjunum um 340% en á sama tíma fækkaði norskum ferðamönnum en sænskum ferðalöngum fjölgaði um 50%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK