H&M opnar í Kringlunni á morgun

Röðin sem myndaðist við opnun H&M í Smáralind var nokkuð …
Röðin sem myndaðist við opnun H&M í Smáralind var nokkuð löng. mbl.is/Ófeigur

H&M opnar aðra verslun sína á Íslandi fimmtudaginn 28. september á annarri hæð í Kringlunni þar sem fataverslun Hagkaupa var áður til húsa.

H&M opnaði sína fyrstu verslun á Íslandi í lok ágúst í Smáralind og stendur til að opna þriðju verslun H&M á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. 

Í fréttatilkynningu frá H&M er haft eftir Filip Ekvall, svæðisstjóra H&M á Íslandi og í Noregi, að mikil ánægja sé með móttökurnar á Íslandi. 

Verslunin opnar klukkan 11:00 en í fréttatilkynningu um opnunina segir að fyrstu þrír gestirnir sem komi fái gjafakort að andvirði 25.000 kr., 20.000 kr. og 15.000 kr. Næstu 250 gestirnir sem beri að garði fái gjafapoka með stílabók og gjafabréf að andvirði 1.500 kr. Þá verði 20% afsláttur af öllum vörum verslunarinnar milli kl 11 og 13. 

Ekvall og Kristin Erla Boland, verslunarstjóri H&M í Kringlunni, klippa saman á rauða borðann við opnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK