Tilnefnt besta vörumerkið í grænni orku

Ljósmynd/Aðsend

Orka náttúrunnar er tilnefnd til alþjóðlegu CHARGE-vörumerkjaverðlaunanna sem besta vörumerkið í flokki grænnar orku. ON er eina íslenska fyrirtækið sem tilnefnt er í flokknum og keppir þar við fjögur erlend vörumerki.

Besta vörumerkið að mati fjölmennrar alþjóðlegrar dómnefndar verður útnefnt 10. október næstkomandi.

Orka náttúrunnar tók til starfa í ársbyrjun 2014 eftir lögbundna aðgreiningu sérleyfis- og samkeppnisþátta í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. ON rekur þrjár virkjanir, selur rafmagn til um helmings landsmanna og aflar um helmings heita vatnsins í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hefur fyrirtækið staðið í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla. Hleðslustöðvarnar eru orðnar 17 talsins og verða líklega orðnar fleiri en 20 fyrir árslok, að því er kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK