Segir löglegt að skipta við félög á aflandssvæðum

Seðlabankinn seldi nýstofnuðu félagi á Tortóla nýlega yfirtekna kröfu.
Seðlabankinn seldi nýstofnuðu félagi á Tortóla nýlega yfirtekna kröfu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanki Íslands segir í tölvupósti til Morgunblaðsins að „hvorki lög né reglur hindra ESÍ eða aðra að gera samkomulag við félög á Bresku Jómfrúaeyjunum. Í því sambandi má benda á að í gildi er samningur um upplýsingaskipti er varðar skatta á milli Bresku Jómfrúaeyja og Íslands frá 2011“.

Tilefni fyrirspurnar sem Morgunblaðið hefur sent bankanum var frétt blaðsins frá því í gær, þess efnis að Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) hefði selt félaginu Shineclear Holdings Limited, sem stofnað var á Tortóla í byrjun mars síðastliðins, kröfu á hendur breska viðskiptamanninum Kevin Stanford.

Kröfuna hafði ESÍ keypt út úr slitabúi VBS örfáum vikum fyrr. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er eigandi kröfunnar nú Kaupþing, sem um árabil hefur átt í harðvítugum deilum við Kevin Stanford vegna uppgjörs milli aðila en hann var einn af stórtækustu lántakendum Kaupþings í Lúxemborg á árunum fyrir hrun, að því er fram kemur í umfjöllun um svör Seðlabankans við spuringum Morgunblaðsins um þetta mál blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK