Ný íslensk síða ber saman pakkaferðir

Sólarströnd á Balí.
Sólarströnd á Balí. AFP

Leitarsíðan Ferðaleit.is var sett í loftið á dögunum en á henni má leita eftir sólarlandaferðum hjá íslenskum ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig í slíkum ferðum. 

Á síðunni er hægt að leita eftir áfangastöðum, fjölda farþega, ferðatímabili, fjölda nótta, ákveðnum dagsetningum, ferðaskrifstofum, verði á mann og hótelstjörnum. Síðan sækir innblástur í flugleitarsíður líkt og Dohop.is en hefur þá sérstöðu að leita eftir heildstæðum pakkaferðum í stað eingöngu flugs að því er kemur fram í tilkynningu frá leitarsíðunni. 

Klemenz Hrafn, stofnandi síðunnar, segir að hugmyndin hafi komið þegar hann var sjálfur að skoða utanlandsferðir, en leitin hafi verið óþarflega flókin í gegnum heimasíður ferðaskrifstofanna. Þar hafi þurft að velja áfangastað og dagsetningar til að sjá verð en hann telji að þeir þættir séu ekki endilega það sem ferðalöngum þyki mikilvægastir heldur oft sé bitastæðara að leita eftir verði, gæðum hótels og fjölda gistinótta.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK