Býst ekki við stefnubreytingum í hagstjórn

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að óvissa í stjórnmálum hafi ekki spilað stóran þátt í ákvörðun Seðlabankans um að lækka vexti. Bankinn hafi ekki ástæðu til að búast við róttækum stefnubreytingum í ríkisfjármálum. 

Peninganefnd Seðlabankans hefur nú lækkað stýri­vexti bank­ans úr 5,75% niður í 4,25% eða um 1,5 pró­sent­ur síðan í ág­úst á síðastliðnu ári þegar meg­in­vext­ir bank­ans stóðu hæst í nú­ver­andi efna­hags­upp­sveiflu. 

Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, kynntu rök fyrir ákvörðun nefndarinnar á fundi í morgun. Spurður hvort að nýleg stjórnarslit og yfirvofandi alþingiskosningar hefðu haft áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar svaraði Már neitandi. 

„Þetta var rætt á fundi nefndarinnar en spilaði ekki stóran þátt í ákvörðuninni, hún byggði á horfum í efnahagsmálum,“ svaraði Már. „Það sem gerist milli funda er að hræringar á gjaldeyrismörkuðum minnka og nú eru skýrari merki um að spenna í hagkerfinu sé að slakna.“

Már sagði að almennt gilti að óvissa í stjórnmálum gæti haft þríþættar afleiðingar. Í fyrsta lagi dragi hún úr eftirspurn í hagkerfinu sem rennir stoðum undir vaxtalækkun. Í öðru lagi geti hún leitt til þess að fjármagn streymi úr landinu sem hafi áhrif á gengið og geti krafist vaxtahækkunar. Það hafi hins vegar ekki gerst. Í þriðja lagi geti verið að áherslur í hagstjórn breytist. 

„Við höfum ekki ástæðu til að ganga út frá því, það virðist vera sátt um ábyrga ríkisfjármálastefnu. Breytingar á henni yrðu meiriháttar tíðindi og þá tækjum við á því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK