Endurheimtu stöðu sína á Bretlandsmarkaði

Martyn Boyers er vel kunnugur Íslandi og íslenskum fiski.
Martyn Boyers er vel kunnugur Íslandi og íslenskum fiski. Ljósmynd/Aðsend

Sjómannaverkfallið á Íslandi skapaði tækifæri fyrir Norðmenn og aðrar fiskveiðiþjóðir að styrkja stöðu sína í Bretlandi en helstu kaupendur tóku upp þráðinn við íslenskan sjávarútveg eftir að því lauk. Þetta segir forstjóri Grimsby fish market.  

„Flestir vissu að verkfallið yrði aðeins tímabundið og það var aldrei vafi um að íslenski sjávarútvegurinn myndi rétta sig af,“ segir Martyn Boyers, for­stjóri Grims­by fish mar­ket.

Hafnarbærinn Grimsby hefur um langa hríð reitt sig á ferskan íslenskan fisk en höfnin þar er í raun stærsti viðtakandi íslenskra sjávarafurða. Grims­by fish mar­ket sér um upp­boð á fersk­um fiski og er mik­ill meiri­hluti, um 75%, veidd­ur af ís­lensk­um sjó­mönn­um. 

„Tengingin við Ísland er sterk og það er hagur okkar allra að tryggja áframhaldandi viðskipti milli landanna tveggja. Hér er í Bretlandi er mikil eftirspurn eftir fiski en íslenskur fiskur hefur í gegnum tíðina verið sá besti sem finnst. Þegar hann er góður þá er hann mjög góður.“ 

Fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn sá stærsti í Bretlandi en …
Fiskmarkaðurinn í Grimsby er einn sá stærsti í Bretlandi en yfirleitt koma um 75% fisksins sem þar er á markaði frá Íslandi. AFP

Eftir að verkfallinu lauk í febrúar sagði Boyers að erfitt gæti reynst íslenskum sjávarútvegi að endurheimta viðskiptasambönd vegna þess að aðrar fiskveiðiþjóðir reyndu að fylla í skarðið. Aðspurður segist hann telja það hafi tekist. 

Þegar skorið er á helstu framboð munu einhverjir leita annað og verkfallið gerði til dæmis Norðmönnum kleift að selja meira af fiski til Bretlands. Ég held að margir á markaðinum hafi fundið aðra seljendur á meðan verkfallinu stóð en tekið upp þráðinn við íslenska sjávarútveginn eftir að því lauk.“ 

Framboð komið í fyrra horf

Sjómannaverkfallið kom sér illa fyrir rekstur Grims­by fish mar­ket sem þurfti að segja upp fimmt­ungi starfs­manna sinna í fe­brú­ar vegna þess.

„Þetta hafði töluverð áhrif á okkur í janúar og febrúar vegna þess að framboð á íslenskum fiski var mjög skert. Nú er það komið í fyrra horf og síðasta mánuði var það næstum jafn mikið og á sama tíma í fyrra,“ segir Boyers og bætir við að styrking krónunnar hafi valdið fyrirtækinu vandræðum. 

Fiskmarkaðurinn í Grimsby þurfti að segja upp fólki vegna sjómannaverkfallsins …
Fiskmarkaðurinn í Grimsby þurfti að segja upp fólki vegna sjómannaverkfallsins á Íslandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK