Apple rannsakar galla á iphone 8

AFP

Tæknirisinn Apple hefur staðfest að fyrirtækið hafi ráðist í rannsókn vegna nokkurra tilfella þar sem rafhlöður iPhone 8 þöndust út og klufu símann. 

Þetta kemur fram í frétt á Fortune. Þar segir að fréttavefur CNet hafi tekið saman tilkynningar um þess konar galla og fundið færri en 10 tilfelli í Japan, Grikklandi, Kanada, Kína og Taívan. Myndir á samfélagsmiðlum sýna hvernig rafhlaðan þrýstir skjánum frá símanum. 

Apple hefur lítið gefið út vegna málsins en sagði í svari við fyrirspurnum um gallann að það vissi um tilfellin og væri að skoða málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK