Ferðaþjónustan mun skapa 7.000 störf á næstu árum

Gangi spár um fjölgun ferðamanna eftir gæti störfum í ferðaþjónustu fjölgað um tæplega 7 þúsund á fjórum árum. Það þýðir að tæpur helmingur fólks sem kemur inn á vinnumarkaðinn á þessu tímabili geti fengið störf í ferðaþjónustu. 

Greiningardeild Arion banka hefur lagt mat á fjölgun atvinnutækifæra í ferðaþjónustu sem byggir á grunnsviðsmynd um fjölgun ferðamanna á Íslandi. 

„Þetta er smá leikur að tölum og við leggjum ekki mat á það í hvaða atvinnugreinum störfin skapist. Síðan verður að hafa í hug að þetta mat tekur ekki tillit til þess að önnur störf í hagkerfinu eru ekki skráð í ferðaþjónustu en skapast út frá henni, þau eru afleidd,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka.  

Spáir greiningardeild bankans því að ferðamönn­um á Íslandi fjölg­i um 11% á næsta ári og verði þeir í heild­ina 2,5 millj­ón­ir. Út frá sviðsmyndinni metur bankinn að 7 þúsund störf skapist í ferðaþjónustu fram til ársins 2020 og er einnig metið að á sama tíma fjölgi einstaklingum á vinnufærum aldri um 15 þúsund. Samkvæmt þessu mun ferðaþjónustan skapa helming atvinnutækifæra fyrir þennan hóp. 

„Við gefum okkur ákveðna forsendur um fólksfjölgun. Samkvæmt þessari spá skapast ekki jafnmörg störf á hverja þúsund ferðamenn og áður, það er sem sagt gert ráð fyrir einhverri framleiðniaukningu. Hún gæti til dæmis komið fram í kjölfar samþjöppunar og samruna fyrirtækja í greininni,“ segir Erna. 

Úr úttekt greiningardeildar Arion banka.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK