Þurfa að tilgreina virkni sólarvarna

Thinkstockphotos

Neytendastofa hefur lagt 150 þúsund króna stjórnvaldssekt á Celsus fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Neytendastofa hafði bannað Celsus meðal annars að birta fullyrðingar um að Proderm sólarvörn væri langvirk án þess að fram kæmi hvað átt væri við með fullyrðingunni. 

Í frétt á heimasíðu Neytendastofu segir að nú í sumar hafi stofnuninni borist ábending um að brotið hafi verið gegn ákvörðuninni með nýjum auglýsingum á Evy sólarvörn, áður Proderm. Við athugasemdir Neytendastofu var auglýsingunum strax breytt þannig að fram kæmi að varan veiti vörn í allt að 6 klukkustundir.

Með breytingunni er farið að ákvörðun Neytendastofu. Þrátt fyrir að auglýsingarnar væru leiðréttar taldi Neytendastofa þörf á að leggja stjórnvaldssekt á Celsus þar sem sýnt var fram á að félagið braut gegn fyrri ákvörðun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK