Konur versla meira á netinu en karlar

Ljósmynd/Thinkstock

Konur eyða í heildina töluvert meiru á erlendum netverslunarsíðum en karlar sem eyða þó meiru í hverjum viðskiptum að jafnaði. Þá er verulegur munur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. 

Þetta sýnir greining Íslandsbanka á kortaveltu hjá 25 stærstu erlendu netverslunarsíðunum. Tölur bankans ná ekki utan um allt umfang netkaupa Íslendinga en gefa þó góða mynd af hlutfallslegri skiptingu. 

Samtals eyða konur 20% meiru í netverslun á erlendum síðum. Karlar eyða hinsvegar um 53% meiru í hverjum viðskiptum. 

Höfuðborgarbúar versla talsvert meira, um 85%, á erlendum síðum en fólk á landsbyggðinni. Fjöldi viðskipta á mann á tímabilinu 2014 til 2017 var 2,96 á höfuðborgarsvæðinu en 1,92 á landsbyggðinni. 

Aldursskipting hefur haldist nokkuð jöfn á síðustu þremur árum. Fimmtungur heildarveltu er rakin til fólks undir 29 ára, fjórðungur til fólks milli 30-39 og tæpur þriðjungur til aldurbilsins 40-49. Fólk á aldrinum 50-59 myndar um 17% af heildarveltu en fólk yfir sextugu um 8%.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK