Landsbankinn bregst við vaxtalækkun

Landsbankinn lækkar óverðtryggða inn- og útlánsvexti.
Landsbankinn lækkar óverðtryggða inn- og útlánsvexti. mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra innlána um 0,10-0,25 prósentustig og breytilega vexti óverðtryggðra útlána um 0,25 prósentustig í kjölfar ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands þann 4. október síðastliðinn. Þá var jafnframt ákveðið að breyta vöxtum innlánsreikninga í erlendri mynt

Innlánsvextir svokallaðra Einkareikninga eru nú 0,15% en breytinguna voru þeir 0,25%. Vextir innlánsreikning vildarklúbba bankans, svokallaðra Vörðu-, Námu- og Klassareikninga eru 0,20% en voru 0,30% fyrir breytinguna. 

Lægstu breytilegu vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka úr 6% í 5,75% en breytilegri vextir á viðbótarlánum úr 7% í 6,75%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK