Flogið til þriggja nýrra áfangastaða

Flugáætlun Icelandair verður um 11% umfangsmeiri árið 2018 en á þessu ári samkvæmt áætlunum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en gert er ráð fyrir að farþegar þess verðu um 4,5 milljónir á næsta ári og fjölgi um 400 þúsund frá yfirstandandi ári.

„Flug verður hafið til þriggja nýrra áfangastaða, Cleveland og Dallas í Bandaríkjunum og Dublin á Írlandi, auk Berlínar sem bætist við leiðakerfið nú í nóvember. Þá verður ferðum fjölgað til fjölmargra borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Snemma á næsta ári mun Icelandair taka í notkun þrjár nýjar 160 sæta Boeing 737 MAX 8 flugvélar og verða alls 33 flugvélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, 26 af Boeing 757 gerð og fjórar af Boeing 767-300 gerð auk nýju vélanna. Þessi vöxtur mun hafa í för með sér áframhaldandi eflingu ferðaþjónustunnar á Íslandi og þar með efla vöxt og viðgang annarrar starfsemi innan Icelandair Group.“

Þá er áætlað að framboðnum sætiskílómetrum fjölgi um 11% milli ára, en flugferðum í millilandaflugi fjölgi um 10%. Munurinn skýrist af hlutfallslega meiri aukningu í Ameríkuflugi en Evrópuflugi segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK