Guðbrandur endurkjörinn formaður LÍV

Ný stjórn LÍV 2017.
Ný stjórn LÍV 2017. Ljósmynd/Aðsend

Guðbrandur Einarsson var endurkjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á þingi sambandsins í dag á Akureyri með 72,3% atkvæða. Helga Ingólfsdóttir, varaformaður VR, hlaut 27,7% atkvæða.

Guðbrandur var fyrst kosinn formaður LÍV árið 2013 en hann er jafnframt formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja. 

Í ályktun 30. þings LÍV er þess meðal annars krafist að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningum verði með þeim hætti að lögð verði sérstök áhersla á hækkun persónuafsláttar með það að markmiðið að lágmarkslaun verði orðin skattfrjáls í lok samningstímans. 

Enn fremur er krafist að húsnæðisliðurinn verði tekinn út úr vísitöluneysluverðs til verðtryggingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK