Einhugur um að þakið sé of lágt

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Frambjóðendur frá Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Pírötum stóðu fyrir svörum um framtíðarstefnu í nýsköpunarmálum á Tækni- og hugverkaþingi Samtaka iðnaðarins í gær. Allir voru frambjóðendurnir á því að þak á hámarksendurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar væri of hátt. 

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sagði að Samfylkingin beitti sér fyrir því að afnema þak á endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði. Mikilvægasta verkefni næstu stjórnar væri að byggja upp atvinnustefnu sem styddi við þekkingariðnaðinn. 

Þá nefndi hún að samstarf atvinnulífs við háskólanna væri lykilþáttur, hvetja þyrfti í meiri mæli til samstarfs milli háskóla og fyrirtækja. 

Farið flatt á að sækja fyrirtækin út

Í svipaðan streng tók Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem er fyrst á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Hún sagði að allir væri sammála um að gera betur í þessum málum og að hún byggist við að allir lofuðu að afnema þök á endurgreiðslurnar. 

Spurð hvort að stjórnvöld ættu að einsetja sér að fá fleiri erlend fyrirtæki til landsins sagði hún að Íslendingar hefðu farið flatt á því að sækja fyrirtæki út í heim sem þeir væru síðan óánægðir með. Nafngreindi hún engin fyrirtæki en vandræðagangur kísilsverksmiðju United Silicon stóð sem hæst á meðan Björt gegndi ráðherraembættinu. 

Ísland færi sér Brexit í nyt

Smári McCarthy leiðir lista Pírata í Suðurkjördæmi. Hann sagði að hækka þyrfti þakið á endurgreiðslunum enda væri það næstlægsta á Norðurlöndum. Í framhaldi að því sagði hann að Ísland þyrfti að horfa meira til þess sem önnur Norðurlönd væru að gera í nýsköpunarmálum og nefndi sem dæmi að í Svíþjóð hefðu verið innleiddir hvatar í tekjuskattkerfinu til þess að laða að erlenda sérfræðinga. 

Þá sagði Smári að leggja þyrfti kapp við að sækja bresk sprotafyrirtæki sem sæju ekki fram á að starfa utan EES-svæðisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK