Stóriðjan beri kostnað af tengingu raforkukerfa

Karl Ingólfsson á fundi Bjartar framtíðar í dag.
Karl Ingólfsson á fundi Bjartar framtíðar í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Álver og önnur stóriðja á Íslandi þurfa að taka þátt í kostnaðinum sem hlýst af því að tengja saman raforkuflutningskerfin á landinu þar sem þörfin á uppbyggingunni er tilkomin vegna þeirra.

Þetta kom fram í máli Karls Ingólfssonar leiðsögumanns á opnum fundi um umhverfis- og náttúruverndarmál sem Björt framtíð stóð fyrir í Salnum í Kópavogi í dag. Voru þar rædd málefni tengd umhverfis- og náttúruvernd sem borið hafa hátt í umræðunni undanfarin misseri.

Karl sagði að stóri vandinn í raforkukerfinu væri sá að annað slagið yrðu truflanir hjá stórnotendum eins og álverum sem yllu miklu spennuhöggi, þ.e.a.s. spennan hækkar upp úr öllu valdi. 

Til þess að mýkja höggin ætlar Landsnet að ráðast í að tengja saman flutningskerfin milli Austurlands og Suðvesturlands þar sem orkunotkunin er mest, annað hvort með byggðalínuleið gegnum Suðurland eða hálendisleið. Karl spyr hver eigi að bera kostnaðinn. 

„Allur tilkostnaður Landsnets fer í verðlag til notenda en í raforkusamningum við stórnotendur er kveðið á um eitt verð svo að þeir eru stikkfrí. Almenningur og önnur fyrirtæki eru því að greiða fyrir þetta,“ segir Karl. 

Enn fremur spyr Karl hvort að æskilegt sé að byggja nýjar og dýrar virkjanir þegar samningsbundið verð við orkufyrirtæki sé lægra en framleiðslukostnaðurinn. Hann bendir á að Landsvirkjun sé óarðbærasta orkufyrirtækið í Evrópu vegna þess að orkuverðið sé svo lágt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK