Auglýst eftir ferðamálastjóra

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri hjá Ferðamálastofu.
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri hjá Ferðamálastofu.

Ólöf Ýrr Atladóttir mun ekki sækja um stöðu ferðamálastjóra á ný og því mun nýr ferðamálastjóri taka við í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Það er ekki nauðsynlegt að nýr ferðamálastjóri hafi reynslu af ferðaþjónustu en viðkomandi skal vera vanur stjórnandi, með meistarapróf og vera framkvæmdaglaður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í auglýsingu á vef stjórnarráðsins þar sem staða ferðamálastjóra til næstu fimm ára er auglýst. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út eftir hálfan mánuð og skipunartíminn hefst á nýársdag en þá eru 10 ár liðin frá því að Ólöf Ýrr Atladóttir tók við embættinu. Hún hyggst ekki sækja um stöðuna á ný líkt og Túristi greindi frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK