Ber breska banka þungum sökum

AFP

Fjármálayfirvöldum í Bretlandi hefur verið skipað að rannsaka hvort að bankarnir HSBC og Standard Chartered tengist spillingu í Suður-Afríku. Peter Hain í bresku lávarðadeildinni segir að uppljóstrari hafi gefið til kynna að bankarnir tveir hafi þvegið hátt í 400 milljónir punda. 

Greint er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC

Málið varðar tengsl Jackob Zuma, forseta Suður-Afríku, og hinnar auðugu Gupta-fjölskyldu en rannsókn yfirvalda þar í landi hefur afhjúpað að fjölskyldan hafi reynt að sölsa undir sig ríkisfyrirtæki með mútugreiðslum. 

Hain lávarður skrifaði Phillip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, vegna málsins þar sem hann greindi frá upplýsingunum. Í bréfinu segir hann að HSBC og Standard Charterd „gætu óafvitandi hafa haft milligöngu fyrir greiðslurnar" og í kjölfarið var fjármálayfirvöldum gert að hefja rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK