Air Berlin frjálst að sækja flugvélina

AFP

Air Berlin hefur greitt skuldir sínar við Isavia og er flugfélaginu nú frjáls að sækja Airbus 320-farþegaþotuna sem hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í tæpar tvær vikur.  

Farþegaþota Air Berlin var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli 20. október vegna vangoldinna gjalda. Félagið sótti um greiðslustöðvun í ágúst og vinnur nú að því að selja hluta starfseminnar til annarra flugfélaga. 

Fyrst var greint frá málinu á Víkurfréttum en í fréttinni segir að öflugir snjóplógar hafi verið settir framan og aftan við vélina. Nú hafa þeir verið fjarlægðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK