Hagnaður Sjóvár snýst í tap

Sjóvá-Almennar tryggingar tapaði 472 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 884 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Forstjórinn rekur viðsnúninginn til neikvæðrar þróunar á verðbréfamarkaði. 

Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 499 milljónum króna en tap af fjárfestingastarfsemi var 946 milljónir. Ávöxtun eignasafns félagsins var -2,4% á tímabilinu en samsett hlutfall fjórðungsins nam 94,6%. 

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Hermanni Björnssyni forstjóra að vátryggingareksturinn hafi haldið áfram að styrkjast frá fyrra ári hvort sem litið sé til þriðja ársfjórðungs eða fyrstu níu mánaða ársins. 

„Neikvæð þróun verðbréfamarkaða á þriðja ársfjórðungi gerði það hins vegar að verkum að 472 milljóna króna tap varð á rekstri.“

Enn fremur segir Hermann að undanfarin ár hafi það verið afkoma fjárfestinga sem hafi borið uppi jákvæða afkomu félagsins. 

„Það er því ánægjulegt að vátryggingarekstur skili 884 miljónum króna í afkomu fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins sem er tæplega tvöföldun frá sama tíma í fyrra.“

Hann segir að ekki sé ástæða til að breyta horfum um afkomu upp á 2.500 milljónir á árinu 2017 og samsett hlutfall milli 97 og 99%. 

„[...] en þó vert að benda á þær miklu sveiflur fjárfestingartekna sem orðið hafa á árinu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK