Hörður: „Planið hefur gengið eftir“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundinum.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á haustfundinum. mbl.is/​Hari

„Þetta er í samræmi við það sem við höfum sagt áður, planið hefur gengið eftir,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem tilkynnti á haustfundi fyrirtækisins í morgun að það geti greitt 110 millj­arða króna í arð til rík­is­ins á ár­un­um 2020 til 2026.

„Helsti áhrifaþátturinn er að við höfum náð að endursemja við stórnotendur, sem kaupa 80% af orkunni, um verð sem eru sambærileg því sem gengur og gerist annars staðar í heiminum,“ segir Hörður. Hann nefnir einnig að aukin orkuvinnsla með tveimur nýjum virkjunum eigi þátt sem og batnandi fjármagnskjör. „Síðan er engin uppsöfnuð viðhaldsþörf hjá okkur, við höfum sinnt viðhaldi vel.“

Óvissuþáttur í spánni er efnahagsástand heimsins en Hörður segir að fyrirtækið hafi minnkað áhættu með því að draga úr álverðstengingu á verði. 

„Annar óvissuþáttur er hversu miklar framkvæmdir við förum í en við gerum ráð fyrir hóflegum framkvæmdum. Við gerum ekki ráð fyrir að allt gangi upp heldur bæði jákvæðum áhrifum og neikvæðum áhrifum.“

Benda á lægra verð annars staðar

Eins og áður sagði hefur Landsvirkjun náð að knýja fram hærra orkuverð með því að endursemja við stórnotendur en nú er verðið svipað því sem býðst í Kanada og Noregi. Í erindi sínu á haustfundinum í morgun hafði Hörður orð á því að sumir stórnotendur hefðu kvartað yfir því að þeir gætu fengið lægra verð annars staðar. 

„Það er eðlilegt í viðskiptum en við sjáum á þeirri eftirspurninni að verðið er ekki of hátt. Hins vegar höfum skilning á því að fyrirtækin berjist fyrir hagstæðara verði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK