Bakkavör hættir við skráningu á hlutabréfamarkað

Lýður og Ágúst Guðmyndssynir, stofnendur Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmyndssynir, stofnendur Bakkavarar. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Matvælaframleiðandinn Bakkavör hefur hætt við hlutafjárútboð að virði 208 milljarða króna og skráningu á hlutabréfamarkaðinn í Lundúnum sem átti að hefjast í morgun. Ástæðan sem gefin var upp var sú að markaðurinn sé of sveiflukenndur. 

Þetta kemur fram í frétt Financial Times en um miðjan október var greint frá því að Bakkavör ætlaði að skrá minnst fjórðung hlutabréfa á hlutabréfamarkaðinn í Lundúnum í nóvember. Var virði bréfanna metið á allt að 208 milljarða íslenskra króna. Stofnendurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir ætluðu að selja af sínum hlut, sem og bandaríski vogunarsjóðurinn Baupost. 

Bakkavör hefur gefið út að eftirspurn eftir hlutafé hafi verið næg en Financial Times hefur eftir heimildarmanni að fyrirtækið telji að skilyrðin fyrir útboði séu ófullnægjandi. Fjarskiptafyrirtækið Arqiva hætti einnig við skráningu að virði 626 milljarða króna í morgun og gaf upp sömu ástæðu. Sögðu fulltrúar fyrirtækisins að of mikil óvissa væri á markaðinum.

Tekj­ur Bakka­var­ar á síðasta ári námu 250 millj­örðum króna og var hagnaður fé­lags­ins fyr­ir skatt tæp­ir 8,8 millj­arðar króna. Rúm­lega 18.000 manns starfi hjá fyr­ir­tæk­inu um all­an heim en fyr­ir­tækið var stofnað árið 1986. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK