Skúli selur fyrir 3 milljarða á Suðurnesjum

TF KEF ehf. sem er félag í eigu Skúla Mogensen fjárfestis hefur sett fjórar fasteignir í Ásbrúarhverfinu í söluferli. Er búist við að söluverðið nemi þremur milljörðum íslenskra króna og verður fjármagnið notað til þess að fjármagna nýjar höfuðstöðvar WOW air. 

Um er að ræða Valhallarbraut 756-757 þar sem rekið er flugvallarhótel, og Keilisbraut 747 og Lindarbraut 635 sem eru starfsmannaíbúðir fyrir flugmenn WOW air.

Samtals eru fermetrarnir 10 þúsund en fasteignirnar eru leigðar út með langtímaleigusamningum við WOW air og Base hótel sem eru systurfélög í 100% eigu Skúla. 

„Þetta er liður í því að fjármagna höfuðstöðvarnar og hótelið í Kópavogi sem verður tæplega 30.000 fermetra bygging,“ segir Skúli Mogensen. 

Fjöldi gistinátta og herbergjanýting hefur aukist hvað mest á Suðurnesjum á síðustu misserum en í september fjölgaði gistinóttum um 10% frá sama tíma í fyrra og var herbergjanýtingin best á landinu eða 89,5%. Þá gera spár ráð fyrir 55% fjölgun íbúa á svæðinu á næstu árum. 

Skúli segist reikna með því að halda áfram að fjárfesta á Suðurnesjum til þess að fjölga íbúðum fyrir starfsfólk WOW air, meðal annars erlenda flugmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK