Ein stærsta yfirtaka sögunnar í bígerð

AFP

Örgjörvarisinn Broadcom hefur tilkynnt að hann hafi gert tilboð upp á 11.140 milljarða íslenskra króna í keppinaut sinn Qualcomm. Þetta yrði stærsta yfirtaka allra tíma í tæknigeiranum. 

Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Broadcom, sem framleiðir örgjörva fyrir vörur á borð við snjallsíma, býður 7.571 krónu á hvern hlut í Qualcomm. 

Gangi kaupin eftir renna tveir stærstu framleiðendur þráðlausra örgjörva fyrir snjallsíma í eitt. Það kæmi sér illa fyrir Intel sem hefur reynt að sækja inn á snjallsímamarkaðinn. 

Í síðustu viku hlaut Broadcom lof frá Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hafa tilkynnt áform sín um að færa starfsemi fyrirtækisins alfarið til Bandaríkjanna. Í dag eru höfuðstöðvar þess bæði í Singapúr og Kísildalnum í Kalíforníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK