Farþegafjöldi stendur í stað milli ára

Icelandair-þota á Keflavíkurvelli.
Icelandair-þota á Keflavíkurvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Í október flutti Icelandair 321 þúsund farþega og var það nánast sami fjöldi og í október á síðasta ári. Fjöldi framboðinna sætiskílómetra var óbreyttur á milli ára og sætanýting jókst frá fyrra ári og var 83,4% samanborið við 82,2%.

Farþegar Air Iceland Connect voru 31 þúsund í október og fjölgaði um 10% á milli ára. Framboð félagsins var aukið um 22%. Í tilkynningu frá félaginu segir að það skýrist af flugi frá Keflavík til Belfast og Akureyrar sem ekki var boðið upp á á síðasta ári. Sætanýting nam 63,3% samanborið við 67,5% á síðasta ári.

Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 20% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 11% frá því á síðasta ári og herbergjanýting á hótelum félagsins jókst á milli ára um 2,0 prósentustig og var 86,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK