Reisa sýningarhvelfingu á Granda

Frá Fiskislóð í Reykjavík.
Frá Fiskislóð í Reykjavík. mbl.is/Golli

Búið er að tryggja fjármögnun á uppsetningu hátækniafþreyingar undir heitinu FlyOver Iceland. Sérhönnuð 2.000 fermetra bygging verður reist fyrir verkefnið og háþróaðri kvikmynda- og sýningartækni verður beitt þannig að áhorfendum finnist þeir svífa yfir margar af helstu náttúruperlum Íslands að því er kemur fram í fréttatilkynningu. 

Gestir sýningarinnar sitja í sætisbeltum í stórri sýningarhvelfingu og stólarnir hreyfast í takti við hreyfingar myndarinnar. Þar verða sérstakar tæknibrellur til að skapa vind, lykt, þoku og raka svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska afþreyingarfyrirtækið Esja Attractions ehf. hefur unnið að undirbúningi verkefnisins um tveggja ára skeið en Viad Corp, sem skráð er í kauphöllina í New York, hefur tilkynnt um kaup á meirihluta hlutafjár í Esju.  

Sýningin verður staðsett við Fiskislóð og er stefnt að opnun hennar árið 2019.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK