WOW air yrði skráð í New York eða London

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/Rax

Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, horfir til þess að skrá félagið á hlutbréfamarkað í New York  eða London árið 2019. Þetta staðfestir Skúli í svari við fyrirspurn mbl.is. 

Greint var frá því að til greina kæmi að skrá WOW air á markað árið 2019 þegar það næði þeim áfanga að hala inn milllj­arð Banda­ríkja­dala í tekj­ur.

Í samtali við fréttastofu Reuters sagði Skúli að til að halda hröðum vext­i félagsins áfram þyrfti að skoða ýmsa mögu­leika á að finna sam­starfsaðila, fara á markað og svo fram­veg­is.

Spurður um hugsanlega samstarfsaðila segir Skúli ekkert ákveðið í þeim efnum. 

„Það er ekkert ákveðið með samstarfsaðila en við erum að horfa á skráningu í New York eða London árið 2019.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK