Endurhanna og einfalda Snapchat

AFP

Samfélagsmiðillinn Snapchat hefur ráðist í endurhönnun á smáforritinu sem fyrirtækið heldur úti í því skyni að einfalda það í notkun. 

Það sem við höfum heyrt í gegnum árin er að erfitt sé að átta sig á og nota Snapchat, og við ætlum að bregðast við þessari endurgjöf,“ segir Evan Spiegel, forstjóri Snapchat. „Þar af leiðandi erum við að endurhanna smáforritið til að einfalda það í notkun.“

Hluta­bréf í móður­fé­lagi Snapchat, Snap, lækkuðu veru­lega í verði í viðskipt­um eft­ir lok­un markaða í gær­ en af­kom­a félagsins var undir væntingum. 4,5 milljónir manns bættust í notendahóp smáforritsins á síðasta ársfjórðungi sem nemur 3% vexti. 

Spiegel segir að Snapchat þurfi að að ná til stærri hóps en fólks á aldursbilinu 13-34 ára í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Ástralíu. Þessu greinir Associated Press frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK